Titill: Rui Robodero Vinhos

Rui Robodero hefur ræktað vínþrúgur síðan í barnæsku. Alinn upp í Duoro dalnum í Portúgal, hann snéri til baka á æskuslóðir í byrjun 21 aldar, gerði upp fjölskylduóðalinn og vínekrurnar í kringum Quinta da Pedra Escrita. Vínekrurnar eru mest megnis á granít jarðvegi og í tæplega 600m yfir sjávarmáli.