Titill: Champagne Bouché

Nicholas og Sandrine Bouché tóku við keflinu af foreldrum Nicholas árið 2010 og hafa á þeim tíma rifið upp gæði og lífsspeki Champagne Bouché. 

Vínekrurnar þeirra liggja við landamæri Pierry bæjarins. Þau eru miklir aðdáendur Pinot Meunier og fær sú þrúga að láta ljós sitt skína í þeirra kampavínum. Nicholas og Sandrine trúa á það að leyfa kampavíni að liggja undir öldrun í flösku áður en þau eru send á markaðinn. Minnsti tími sem vín fær að liggja á flöskunni er 4 ár og upp í 10 ár.